Stjórnin

Núverandi stjórn

Kristín Ingólfsdóttir (stjórnarformaður)
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún gegndi stöðu rektors frá 2005 til 2015 og var formaður háskólaráðs á sama tíma. Eftir 10 ára starf sem rektor var Kristín gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston, með aðsetur hjá Center for Digital Learning, edX og MIT Media Lab. Árið 2019 var Kristín skipuð varaforseti stjórnar Háskólans í Lúxemborg. Kristín er formaður áðgjafarnefndar Landspítala og situr í stjórn tveggja íslenskra rannsóknatengdra sprotafyrirtækja, Atmonia og Akthelia. Hún situr í alþjóðlegri vísindanefnd við háskólann í Grenoble í Frakklandi, er í stjórn Samtaka evrópskra kvenrektora (European Women Rectors´ Association, EWORA) og er fulltrúi Íslands í Committee of the Nordic Medical Research Councils (NOS-M). Frá 2011-2015 var Kristín kjörin stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA). Áður sat hún í stjórn Rannsóknarráðs Íslands, Nordisk Forskerutdannings Akademi (NorFA, nú NordForsk) og vísindanefndar Krabbameinsfélags Íslands. Kristín átti um árabil sæti í Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjanefnd Lyfjastofnunar og tók þátt í starfi evrópsku lyfjamálastofnunarinnar (EMA).

Kristín stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og doktorsnám við King´s College, University of London á sviði lyfjaefnafræði, með áherslu á náttúruefni. Rannsóknir hennar beindust einkum að einangrun lífvirkra efna úr fléttum, mosum og sjávarlífverum, með áherslu á bakteríu- og veiruhemjandi virkni, bólgueyðandi virkni og vaxtarhemjandi áhrif á illkynja frumur. Auk lyfjafræði og heilbrigðisvísinda, beinist áhugi Kristínar að skógrækt og menntamálum og hvernig breyta megi menntun til að mæta breyttum þörfum atvinnulífs, samfélags og einstaklinga.

John T. Casteen III
John Casteen var rektor University of Virginia frá ágúst 1990 til 1. ágúst 2010. Hann kenndi ensku við University of California (Berkeley) og University of Virginia og varð síðan menntamálaráðherra Virginíufylkis árið 1982. Því embætti gegndi hann til ársins 1985. Frá 1985 til 1990 var hann rektor University of Connecticut.

John T. Casteen var forstöðumaður bandaríska menntamálaráðsins og hefur átt sæti í mörgum öðrum stjórnum sem tengjast menntamálum. John Casteen hlaut nafnbótina Maður ársins í Virginíu árið 1993. Hann hefur hlotið fjölmargar heiðursviðurkenningar og verðlaun, meðal annars verðlaunin sem kennd eru við Jackson Davis (1993) á fylkjaráðstefnu Samtaka bandarískra háskólaprófessora (AAUP), heiðursdoktorsnafnbót frá Aþenuháskóla á Grikklandi (1996), hlaut nafnbótina Hollvinur fyrrverandi nemenda ársins 1998 í University of Virginia og gullmedalíu frá National Institute of Social Sciences (1998). John Casteen skrifar smásögur auk ritgerða og vísindagreina um miðaldabókmenntir, bókfræði og opinbera stefnumótun. Hann hlaut Mishima-skáldsagnaverðlaunin fyrir smásagnasafn sitt árið 1987.

John Casteen lauk þremur prófum í ensku frá University of Virginia (BA-prófi með hæsta láði árið 1965, meistaraprófi árið 1966 og doktorsprófi árið 1970). Hann gegndi embætti deildarforseta við inntökudeild University of Virginia frá 1975 til 1982.

Nancy Marie Brown
Nancy Marie Brown hefur skrifað fimm bækur almenns eðlis og eina skáldsögu fyrir ungmenni um Ísland og heim miðalda: Ivory Vikings: The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman Who Made Them (2015), The Saga of Gudrid the Far-Traveler (skáldsaga; 2015), Song of the Vikings: Snorri and the Making of Norse Myths (2012), The Abacus and the Cross: The Story of the Pope Who Brought the Light of Science to the Dark Ages (2010), The Far Traveler: Voyages of a Viking Woman (2007) og A Good Horse Has No Color: Searching Iceland for the Perfect Horse (2001).

Í bókum hennar eru sameinaðar andstæður – miðaldabókmenntir og fornleifafræði nútímans, goðsagnir og staðreyndir. Þar er spurt: Hvað hefur okkur sést yfir? Hverju höfum við gleymt? Saga hverra má ekki glatast?
Um 20 ára skeið skrifaði Nancy um vísindaleg efni og var ritstjóri hjá Research/Penn State-tímaritinu sem Penn State University gefur út. Hún er einnig meðhöfundur erfðafræðingsins Ninu V. Fedoroff að bókinni Mendel in the Kitchen: A Scientist’s View of Genetically Modified Foods (2004).

Hún lauk B.A.-prófi í ensku (á ritunarbraut, 1981) og M.A.-prófi í samanburðarbókmenntum (með áherslu á sagnakvæði um Arthúr konung og Íslendingasögur, 1984), báðum frá Penn State. Hún hefur helgað sig bókaskrifum frá árinu 2003 þegar hún fluttist á bóndabæ í norðanverðu Vermont-ríki þar sem hún og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Charles Fergus, eiga fjóra íslenska hesta og íslenskan fjárhund. Hún dvelur á Íslandi á hverju sumri og skipuleggur þar sögu- og hestaferðir í samvinnu við fyrirtækið America2Iceland.

Susan Greer Harris
Susan Greer Harris lauk prófi frá lögfræðideild University of Virginia árið 1987. Áður hafði hún stundað nám við Amherst College og University of Minnesota þar sem hún lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði árið 1982 með heiðursnafnbótinni magna cum laude. Hún er nú ritari stjórnar og sérstakur aðstoðarmaður rektors University of Virginia og hefur gegnt því hlutverki frá því í maí 2009. Þar sem enginn rektor var við University of Virginia fyrstu 85 árin er ritari stjórnar elsta stjórnunarstaða við háskólann sem stofnuð var þegar hann hóf starfsemi árið 1819. Harris er fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu.

Harris hefur starfað við stjórn University of Virginia í 28 ár, upphaflega á aðalskrifstofu og síðan sem aðstoðarmaður konrektors og rekstrarstjóra þar sem hún starfaði náið með sérstökum nefndum sem heyrðu undir konrektor og rekstrarstjóra, þar á meðal á sviði íþrótta, læknisþjónustu, lögreglu, viðbragðsáætlunar vegna neyðarástands, University of Virginia Foundation og University of Virginia Investment Management Company.

Harris er stjórnarmeðlimur og ritari/gjaldkeri University of Virginia Alumni Board of Trustees og stjórnarmeðlimur og ritari stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. Hún situr einnig í stjórn stofnunarinnar Child Aid sem skipuleggur kennaranám og lestrarátaksverkefni í Gvatemala; Colonnade Club sem er klúbbur fyrir kennaralið University of Virginia; og Foundation of the State Arboretum of Virginia. Hún er fyrrverandi meðlimur og formaður ráðgjafarnefndar Hjálpræðishersins í Charlottesville. Hún er meðlimur í Association of Governing Boards, Association of Board Secretaries, National Association of College and University Attorneys, Virginia State Bar og American Bar Association.

Kristrún Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir lauk embættisprófi cand.jur. í lõgfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og víð dagskrárgerð á õðrum sviðum, s.s. þættina Hõfundar eigin lífs – viðtalsþætti við brautryðjendur í kvenfrelsisbaráttu. Var fyrirliði KR í knattspyrnu og lék með landsliðum Íslands. Var ritari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hún hefur starfað sem lõgfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, Umboðsmanni barna, Lex lõgmannsstofu og Samtôkum iðnaðarins, en hún var einnig framkvæmdastjóri SI. Kristrún var aðstoðarmaður utanríkisráðherra, lõgfræðilegur ráðgjafi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra á árunum 2007 til 2011. Lektor í lõgfræði við Háskólann á Akureyri og kennari í lõgfræði við HR og Hádkólann á Bifrõst. Nú rannsóknafélagi við Columbia Law School í New York. Kristrún var varaþingmaður og hefur gegnt margs konar trúnaðarstõrfum á ólíkum sviðum. Nú er hún í stjórn Brims hf. og starfar við lõgfræðiráðgjõf.

Fulltrúar

  • Kristín Ingólfsdóttir (stjórnarformaður)
  • Ms. Susan G. Harris (ritari)
  • Margo Eppard (gjaldkeri)

Upprunaleg stjórn

  • Mr. Robert Kellogg (stjórnarformaður)
  • Mr. Marshall Brement
  • Mr. Don Fry
  • Mr. Steingrímur Hermannsson
  • Ms. Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir