Stofnun Leifs Eiríkssonar, sem er í höndum stjórnar tilnefndri af Seðlabanka Íslands, ríkisstjórn Íslands og University of Virginia, var komið á fót til að fjármagna skipti á fræðimönnum milli Íslands og Bandaríkjanna.

Stofnuninni er eingöngu ætlað að sinna verkefnum í þágu góðgerða, bókmennta, menntunar og vísinda og veita styrki og fjárhagsaðstoð til að efla fræðimennsku og fræðilegar rannsóknir. Styrkþegar skulu vera fræðimenn frá Bandaríkjunum og lýðveldi Íslands.

Þetta samstarfsverkefni er eðlileg þróun mikilla samskipta Íslands og nemenda í háskóladeildum í University of Virginia síðastliðin fimmtíu ár, en þau hafa verið vinsamleg og árangursrík.

Frekari upplýsingar um fyrri styrkþega Stofnunar Leifs Eiríkssonar.