Styrkir hafa verið í boði frá hausti 2006. Þessi síða verður uppfærð á hverju ári þegar hægt verður að nálgast umsóknargögn og nánari upplýsingar um styrkina.
Námsstyrkir Stofnunar Leifs Eiríkssonar
Stofnun Leifs Eiríkssonar styrkir námsmenn frá bandarískum háskólum til rannsóknarvinnu vegna framhaldsnáms eða framhaldsnáms í íslenskum háskólum og íslenska námsmenn til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum. *
Matsnefnd skipuð sérfræðingum, þar á meðal fyrri styrkþegum, metur styrkumsóknir og gerir tillögu að úthlutun til stjórnar Leifur Eiriksson Foundation. Styrkurinn felur í sér að rannsóknarkostnaður allt að $25.000 er greiddur fyrir námsmann, en í því felst kostnaður vegna ferðalaga til og frá rannsóknar- eða námsstað.
Almennar leiðbeiningar, hæfniskröfur og upplýsingar um umsóknir má finna á síðunni þar sem sótt er um styrki, sjá tengil hér fyrir neðan.
*Einn námsstyrkur á ári (Minningarsjóður Robert Kellogg) er ætlaður framhaldsnema frá Íslandi til náms í Háskólanum í Virginíu eða nema frá Háskólanum í Virgínu til náms á Íslandi. Sótt skal um í gegnum sama umsóknarferlið.
Ferðakostnaður er aðeins greiddur fyrir námsmenn eða rannsóknaraðila; enginn fjárstyrkur er veittur til maka eða einstaklinga sem ekki koma að rannsókninni.
Styrkþegar Stofnunarinnar
Hægt er að lesa meira um þá sem hlotið hafa styrk hjá Stofnun Leifs Eiríkssonar.
RAFRÆNT UMSÓKNARFERLI
Hægt er að skila inn styrkumsókn til stofnunar Leifs Eiríkssonar rafrænt. Umsóknarferlið er á ensku.
Skráðu þig og skilaðu umsókn um styrk rafrænt!
Minningarsjóður Roberts Kelloggs
Minningarsjóður Roberts Kelloggs styrkir árlega einn fræðimann eða háskólanema frá University of Virginia til rannsókna á framhaldsstigi eða náms á Íslandi eða Íslending til rannsókna eða náms við University of Virginia. Rannsóknin eða námið getur tekið til allra sviða, meðal annars raunvísinda, hugvísinda, lista, sögu eða byggingarlistar en einskorðast þó ekki við þau. Stjórnarmenn Stofnunarinnar velja styrkþega.
Robert Kellogg, sem lést í janúar 2004, starfaði við University of Virginia í næstum fimm áratugi sem kennari, fræðimaður, stjórnandi og lærifaðir margra. Hann var skorarformaður enskudeildarinnar og leiddi deildina gegnum tímabil vaxtar og breytinga. Hann efldi deildina og varð hún öflugri en hún hafði verið fyrir hans tíma. Hann var deildarforseti hugvísindadeildar og setti á fót hollvinafélag fyrrverandi nemenda og var frumkvöðull að því að virkja einkaaðila til að styðja háskólann.
Robert Kellogg helgaði líf sitt menntun. Hann unni bókmenntum og gerði á þeim yfirgripsmikilar rannsóknir. Í The Nature of Narrative, sem hann skrifaði með Bob Scholes, er rakin þróun frásagnarlistar allt frá Hómer til Joyce og Faulkner.
Áhugi Roberts Kelloggs náði frá elstu ensku og norrænu munnmælageymd til miðalda, endurreisnar (einkum Edmunds Spensers) og James Joyce. Hann er einkum þekktur fyrir starfið sem hann hóf og lauk ferli sínum á er hann ritstýrði og þýddi Íslendingasögurnar og annað íslenskt efni, einkum orðstöðulykil Íslendingasagnanna.
Þegar Robert Kellogg lét af störfum hjá háskólanum kenndi hann eftirlaunaþegum á námskeiðum um íslenskar og írskar bókmenntir í Charlottesville í Virginíu og einnig í Reykjavík. Hann bjó ásamt eiginkonu sinni í Reykjavík í nokkra mánuði á hverju ári. Robert Kellogg var ráðunautur menntamálaráðuneytis Íslands og forstöðumaður Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi. Hann var fyrsti stjórnarformaðurinn í stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar.