Stjórnin

Núverandi stjórn

Jennifer Grayburn (stjórnarformaður)

Jennifer Grayburn er með meistarapróf og doktorspróf í listasögu og byggingarlistasögu frá University of Virginia. Árið 2013 hlaut hún námsstyrk úr Minningarsjóði Roberts Kellogg frá Stofnun Leifs Eiríkssonar til að stunda nám í forníslensku og ljúka meistaranámi sínu í íslenskum miðaldafræðum frá Háskóla Íslands. Sú reynsla nýttist vel við rannsóknir Grayburn á dómkirkju heilags Magnúsar og á byggingarlist miðalda í Norðurálfu.

Grayburn var fræðimaður við Scholar’s Lab Praxis við University of Virgina og tæknifræðingur í svokölluðu Makerspace við sömu rannsóknarstofu. Grayburn hefur kynnt og skrifað um stafræna fræðimennsku, sérstaklega þrívíddartækni, kennslufræði og stafræn hugvísindi. Hún hefur verið ráðgjafi við Carnegie Museum of Art og Council on Library and Information Resources.

Grayburn er aðstoðarframkvæmdastjóri Research Data & Open Scholarship við Princeton University. Hún hefur barist fyrir því að fjölga aðferðum við að meta frammistöðu fræðimanna og var meðlimur í ráðgefandi nefnd Scholarly Publishing and Academic Resources Coalition (SPARC) á árunum 2019-2021. Hún hefur áður gegnt stöðum í stafrænni fræðimennsku við Temple University og Union College, þar sem hún kenndi einnig námskeið í víkingalist. Áður en Grayburn tók sæti í stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar átti hún sæti í matsnefnd stofnunarinnar og var nefndarformaður 2019-2023.

Susan Greer Harris
Susan Greer Harris lauk prófi frá lögfræðideild University of Virginia árið 1987. Áður hafði hún stundað nám við Amherst College og University of Minnesota þar sem hún lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði árið 1982 með heiðursnafnbótinni magna cum laude. Hún er nú ritari stjórnar og sérstakur aðstoðarmaður rektors University of Virginia og hefur gegnt því hlutverki frá því í maí 2009. Þar sem enginn rektor var við University of Virginia fyrstu 85 árin er ritari stjórnar elsta stjórnunarstaða við háskólann sem stofnuð var þegar hann hóf starfsemi árið 1819. Harris er fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu.

Harris hefur starfað við stjórn University of Virginia í 28 ár, upphaflega á aðalskrifstofu og síðan sem aðstoðarmaður konrektors og rekstrarstjóra þar sem hún starfaði náið með sérstökum nefndum sem heyrðu undir konrektor og rekstrarstjóra, þar á meðal á sviði íþrótta, læknisþjónustu, lögreglu, viðbragðsáætlunar vegna neyðarástands, University of Virginia Foundation og University of Virginia Investment Management Company.

Harris er stjórnarmeðlimur og ritari/gjaldkeri University of Virginia Alumni Board of Trustees og stjórnarmeðlimur og ritari stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. Hún situr einnig í stjórn stofnunarinnar Child Aid sem skipuleggur kennaranám og lestrarátaksverkefni í Gvatemala; Colonnade Club sem er klúbbur fyrir kennaralið University of Virginia; og Foundation of the State Arboretum of Virginia. Hún er fyrrverandi meðlimur og formaður ráðgjafarnefndar Hjálpræðishersins í Charlottesville. Hún er meðlimur í Association of Governing Boards, Association of Board Secretaries, National Association of College and University Attorneys, Virginia State Bar og American Bar Association.

Kristrún Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir lauk embættisprófi cand.jur. í lõgfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og víð dagskrárgerð á õðrum sviðum, s.s. þættina Hõfundar eigin lífs – viðtalsþætti við brautryðjendur í kvenfrelsisbaráttu. Var fyrirliði KR í knattspyrnu og lék með landsliðum Íslands. Var ritari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hún hefur starfað sem lõgfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, Umboðsmanni barna, Lex lõgmannsstofu og Samtôkum iðnaðarins, en hún var einnig framkvæmdastjóri SI. Kristrún var aðstoðarmaður utanríkisráðherra, lõgfræðilegur ráðgjafi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra á árunum 2007 til 2011. Lektor í lõgfræði við Háskólann á Akureyri og kennari í lõgfræði við HR og Hádkólann á Bifrõst. Nú rannsóknafélagi við Columbia Law School í New York. Kristrún var varaþingmaður og hefur gegnt margs konar trúnaðarstõrfum á ólíkum sviðum. Nú er hún í stjórn Brims hf. og starfar við lõgfræðiráðgjõf.

Ragnhildur Helgadóttir
Ragnhildur Helgadóttir er rektor Háskólans í Reykjavík (HR). Hún lauk embættisprófi í lögfræði (cand. jur.) frá Háskóla Íslands árið 1997, LLM frá University of Virginia árið 1999 og doktorsprófi í lögum (SJD) frá sama háskóla árið 2005. Hún var lektor við lagadeild HR 2002-2006 og hefur verið prófessor frá 2006. Hún var deildarforseti lagadeildar 2014-2019 og forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, þegar hún tók við sem rektor skólans.

Sérsvið Ragnhildar eru stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarsaga og almannatryggingar. Hún er höfundur fjölda bóka og greina um íslenskan og norrænan stjórnskipunarrétt, stjórnskipunarsögu og stjórnsýslurétt. Þá hefur Ragnhildur unnið fyrir Alþingi í ýmsum stjórnskipunartengdum málum og verið ad hoc dómari í héraði, Hæstarétti og við Mannréttindadómstól Evrópu. Ragnhildur var formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs 2016-2022.

James E. Ryan
James E. Ryan er níundi rektor University of Virginia (UVA).

Ryan, sem er kjörinn meðlimur í American Academy of Arts and Science, er leiðandi fræðimaður á sviði lögfræði og menntunar og hefur skrifað ítarlega um það hvernig lög hafa áhrif á tækifæri til menntunar. Ritgerðir hans og greinar fjalla meðal annars um aðskilnað skóla, fjármál skóla, val um skóla og samspil sérkennslu og taugavísinda. Ryan er einnig meðhöfundur bókarinnar Educational Policy and the Law og höfundur Five Miles Away, A World Apart, sem kom út árið 2010 hjá Oxford University Press. Nýjasta bók Ryan, Wait, What? And Life’s Other Essential Questions, sem byggði á víðfrægri opnunarræðu hans við Harvard University, kom út hjá HarperOne árið 2017 og var metsölubók hjá New York Times. Auk þess hefur Ryan ritað greinar um stjórnskipunarrétt og flutt mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Áður en Ryan tók við sem rektor UVA var hann í stöðu prófessors og forseta við Harvard Graduate School of Education sem kennd er við Charles William Eliot. Áður en hann fór til Harvard var Ryan í stöðu prófessors við lagadeild UVA sem kennd er við Matheson & Morgenthau. Hann var einnig aðstoðardeildarforseti frá 2005 til 2009 og stofnaði og stýrði námi í lögfræði og opinberri þjónustu. Þá hefur Ryan verið gestaprófessor við lagadeildir Harvard og Yale.

Ryan er með BA-gráðu í amerískum fræðum frá Yale University en hann var sá fyrsti í fjölskyldunni sem fór í háskóla. Ryan lauk lagaprófi frá UVA á fullum skólastyrk og útskrifaðist með hæstu einkunn í sínum árgangi. Að námi loknu fór Ryan til starfa hjá William H. Rehnquist þáverandi forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Síðan starfaði hann sem lögfræðingur í Newark, New Jersey, áður en hann hóf störf hjá lagadeild UVA.

Ryan hefur alltaf verið í íþróttum og byrjaði í rúgbý í háskóla. Hann hélt áfram í rúgbý þegar hann var kominn í lagadeildina og var valinn í úrvalslið All-Ivy League, All-New England og All-Virginia. Síðustu ár hefur hann lagt fyrir sig hlaup og hefur tekið þátt í Boston maraþoninu tólf ár í röð. Ryan og eiginkona hans Katie, sem er lögfræðingur og einnig útskrifuð úr UVA, eiga fjögur börn, Will, Sam, Ben og Phebe.

Fulltrúar

  • Jennifer Grayburn (stjórnarformaður)
  • Susan G. Harris (ritari)
  • Margo Eppard (gjaldkeri)

Upprunaleg stjórn

  • Mr. Robert Kellogg (stjórnarformaður)
  • Mr. Marshall Brement
  • Mr. Don Fry
  • Mr. Steingrímur Hermannsson
  • Ms. Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir