Stjórnin

Núverandi stjórn

Jennifer Grayburn (stjórnarformaður)

Susan Greer Harris
Susan Greer Harris lauk prófi frá lögfræðideild University of Virginia árið 1987. Áður hafði hún stundað nám við Amherst College og University of Minnesota þar sem hún lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði árið 1982 með heiðursnafnbótinni magna cum laude. Hún er nú ritari stjórnar og sérstakur aðstoðarmaður rektors University of Virginia og hefur gegnt því hlutverki frá því í maí 2009. Þar sem enginn rektor var við University of Virginia fyrstu 85 árin er ritari stjórnar elsta stjórnunarstaða við háskólann sem stofnuð var þegar hann hóf starfsemi árið 1819. Harris er fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu.

Harris hefur starfað við stjórn University of Virginia í 28 ár, upphaflega á aðalskrifstofu og síðan sem aðstoðarmaður konrektors og rekstrarstjóra þar sem hún starfaði náið með sérstökum nefndum sem heyrðu undir konrektor og rekstrarstjóra, þar á meðal á sviði íþrótta, læknisþjónustu, lögreglu, viðbragðsáætlunar vegna neyðarástands, University of Virginia Foundation og University of Virginia Investment Management Company.

Harris er stjórnarmeðlimur og ritari/gjaldkeri University of Virginia Alumni Board of Trustees og stjórnarmeðlimur og ritari stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. Hún situr einnig í stjórn stofnunarinnar Child Aid sem skipuleggur kennaranám og lestrarátaksverkefni í Gvatemala; Colonnade Club sem er klúbbur fyrir kennaralið University of Virginia; og Foundation of the State Arboretum of Virginia. Hún er fyrrverandi meðlimur og formaður ráðgjafarnefndar Hjálpræðishersins í Charlottesville. Hún er meðlimur í Association of Governing Boards, Association of Board Secretaries, National Association of College and University Attorneys, Virginia State Bar og American Bar Association.

Kristrún Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir lauk embættisprófi cand.jur. í lõgfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og víð dagskrárgerð á õðrum sviðum, s.s. þættina Hõfundar eigin lífs – viðtalsþætti við brautryðjendur í kvenfrelsisbaráttu. Var fyrirliði KR í knattspyrnu og lék með landsliðum Íslands. Var ritari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hún hefur starfað sem lõgfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, Umboðsmanni barna, Lex lõgmannsstofu og Samtôkum iðnaðarins, en hún var einnig framkvæmdastjóri SI. Kristrún var aðstoðarmaður utanríkisráðherra, lõgfræðilegur ráðgjafi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra á árunum 2007 til 2011. Lektor í lõgfræði við Háskólann á Akureyri og kennari í lõgfræði við HR og Hádkólann á Bifrõst. Nú rannsóknafélagi við Columbia Law School í New York. Kristrún var varaþingmaður og hefur gegnt margs konar trúnaðarstõrfum á ólíkum sviðum. Nú er hún í stjórn Brims hf. og starfar við lõgfræðiráðgjõf.

Ragnhildur Helgadóttir

James E. Ryan

Fulltrúar

  • Kristín Ingólfsdóttir (stjórnarformaður)
  • Ms. Susan G. Harris (ritari)
  • Margo Eppard (gjaldkeri)

Upprunaleg stjórn

  • Mr. Robert Kellogg (stjórnarformaður)
  • Mr. Marshall Brement
  • Mr. Don Fry
  • Mr. Steingrímur Hermannsson
  • Ms. Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir