Um Stofnunina

Saga

Stofnun Leifs Eiríkssonar, sem var komið á fót árið 2001 og er í höndum stjórnar, tilnefndri af Seðlabanka Íslands, ríkisstjórn Íslands og University of Virginia, var stofnuð í þeim tilgangi að veita viðurkenningu og fjárhagsaðstoð við eflingu fræðimennsku og fræðilegra rannsókna með nemendaskiptum milli Íslands og Bandaríkjanna. Þetta samstarfsverkefni er eðlileg þróun mikilla samskipta Íslands og nemenda í háskóladeildum Háskóla Virginíu síðastliðin fimmtíu ár, en þau hafa verið vinsamleg og árangursrík.

Um myntina

Seðlabanki Íslands lagði til að sleginn yrði silfurpeningur til minningar um fund Leifs Eiríkssonar á Norður-Ameríku um árið 1000 og fagna þannig árþúsundamótunum á Íslandi. Seðlabankinn bar upp við Alþingi að Bandaríkin kynnu að hafa áhuga á að fagna þessum tímamótunum með Íslandi með því að gefa út eigin silfurmynt. Í kjölfarið voru sett lög um minningarpening um Leif Eiríksson. Silfurdalur var gefinn út í Bandaríkjunum árið 2000 til minningar um afrek Leifs Eiríkssonar og samlanda hans. Seðlabanki Íslands gaf síðan út 1000 krónu mynt. Bandaríska myntsláttan í Fíladelfíu sló íslensku myntina og var hún seld stök og einnig í myntsetti með bandarísku myntinni í takmörkuðu upplagi. Ágóðinn af sölu myntarinnar var lagður í námsmannasjóð hjá Stofnun Leifs Eiríkssonar.

Um tengsl Bandaríkjanna og Íslands

Vináttusamband Íslands og Bandaríkjanna má rekja allt til nítjándu aldar þegar mikill fjöldi Íslendinga fluttist búferlum til Norður-Ameríku þegar illa áraði heima. Hlutfall íbúa þjóðarinnar, sem fluttust út, var jafnhátt eða hærra en hjá nokkurri annarri þjóð. Margir þessir “Vestur”-Íslendingar eru sér meðvitaðir um að njóta góðs af báðum menningarheimum, þeim ameríska og þeim íslenska. Á síðari tímum hafa Íslendingar og Bandaríkjamenn haldið áfram að efla líf á sviði lista, vísinda og viðskipta meðal beggja þjóða, auk þess sem þeir viðhalda áratuga samvinnu um hernaðarlegt öryggi á Norður-Atlantshafi.

Tenglar

University of Virginia
Háskóli Íslands